Drukkinn einstaklingur var til ónæðis á veitingastað í austurborg Reykjavíkur og vissi vart hvort hann væri að koma eða fara. Var ákveðið að hringja á lögreglu og óska eftir aðstoð við að láta viðkomandi ná áttum. Gesturinn hafnaði aðstoð lögreglunnar og sagðist taka leigubíl heim.
Nokkru síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem var til vandræða. Lögreglan brást skjótt við að vanda.
Í dagbók lögreglu kemur fram að annars var rólegt. Brotin var rúða á einum stað Þá var bifreið stöðvuð vegna undarlegs aksturslags og er ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin hafði ekki verið skoðuð og voru númerin klippt af henni.