Í gærkvöldi kom lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hópi hópi ungmenna við skóla í Hafnarfirði fiktandi við Molotov-kokteila. Þegar lögreglan kom á staðinn tvístraðist hópurinn en ummerki eftir flöskusprengjurnar má sjá á staðnum.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu. Þar segir einni að lögreglan hafi verið kölluð til þegar nefnhjól flugvélar brotnaði í lendingu. Sem betur fer sakaði engann.
Ökumaður var stöðvaður í Ártúnsbrekku á 138 km hraða en í brekkunni er hámarkshraðinn 80. Þá voru tveir handteknir fyrir bílaþjófnað í nótt og annar þeirra er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Sá var handtekinn í annað sinn á tveimur sólarhringum.