Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Hafró misreiknar þorskstofn og Jóni fiskifræðingi misbýður reiðileysið: Þorskurinn er ekki eilífur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hefur stefnt í þetta. Þeir skilja ekki að þorskurinn þarf að borða og svo er hann að éta undan sér. Furðulegt að heyra um ofmat,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur um nýjastu spá Hafrannsóknarstofnunar sem gerir ráð fyrir 13 prósenta niðurskurði á þorski. Þetta er byggt á endurskoðun fiskifræðing asem nú telja að stofnmat og veiðiráðgjöf á liðnum árum hafi verið í rugli. Niðurskurðurinn þýðir efnahagslegt áfall fyrir bæði útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur

Forstjóri stofnunarinnar ber því við að stofninn hafi verið ofmetinn um árabil. Jón Kristjánsson er ekki sammála því. Hann spyr hvort fiskifræðingar hafi ekki verið að hæla þessum aðferðum sem þeir nota við að mæla stofninn. Þeir virðist gleyma því að „þorskurinn er ekki eilífur“. Þarna sé spurningin um æti og afrán.

„Þetta er sama reiðileysið. Það myndi engum bónda detta í hug að slátra aðeins ákveðnum hluta af fjárstofninum, sama hvort hann á fóður eða ekki,“ segir Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -