Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hafþór og Kelsey orðin hjón

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson gekk í það heilaga um helgina.

Hafþór Júlíus Björnsson og íþróttakonan Kelsey Morgan Henson giftu sig á laugardaginn og greindu frá því á samfélagsmiðlum.

Hafþór, sem er 29 ára gamall, birti mynd af þeim hjónum á laugardaginn og sagði það vera honum sönn ánægja að geta núna kallað Kelsey Morgan Henson eiginkonu sína. Sömuleiðis birti Kelsey mynd af þeim hjónum á Instagram ásamt kveðju til Hafþórs.

Þess má geta að Kelsey er 28 ára, fædd og uppalin í Kanada. Það var seint á síðasta ári sem fréttir af sambandi þeirra bárust og fregnir hermdu að hún hafi verið mikill aðdáandi hans áður en þau urðu par.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -