Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson gekk í það heilaga um helgina.
Hafþór Júlíus Björnsson og íþróttakonan Kelsey Morgan Henson giftu sig á laugardaginn og greindu frá því á samfélagsmiðlum.
Hafþór, sem er 29 ára gamall, birti mynd af þeim hjónum á laugardaginn og sagði það vera honum sönn ánægja að geta núna kallað Kelsey Morgan Henson eiginkonu sína. Sömuleiðis birti Kelsey mynd af þeim hjónum á Instagram ásamt kveðju til Hafþórs.
Þess má geta að Kelsey er 28 ára, fædd og uppalin í Kanada. Það var seint á síðasta ári sem fréttir af sambandi þeirra bárust og fregnir hermdu að hún hafi verið mikill aðdáandi hans áður en þau urðu par.