Hagnaður Landsbankans var 18.235 milljarðar króna, samanborið við 19.260 milljarða króna árið 2018. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans sem birt var á vef bankans í dag.
Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 7,5% á árinu 2019, samanborið við 8,2% arðsemi árið áður. Rekstrartekjur bankans á árinu 2019 námu 51,5 milljörðum króna samanborið við 53,9 milljarða króna árið áður. Rekstrarkostnaður var 24 milljarðar króna á árinu 2019 og stendur í stað á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,5 milljarðar króna, samanborið við 14,6 milljarða króna árið áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjörinu.
Lilja með 43,6 milljónir í laun
„Landsbankinn hefur verið í sókn sem endurspeglast í aukinni ánægju viðskiptavina og sterkri markaðsstöðu, ásamt traustum og stöðugum rekstri,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttu, bankastjóra Landsbankans.
Í ársskýrslunni kemur fram að laun Lilju Bjarkar voru laun Lilju 43,6 milljónir í fyrra samanborið við 44 milljónir árið áður.