Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hagsmunasamtök heimilanna krefja seðlabankastjóra svara um verðtryggð lán – Bönnuð víða um heim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hagsmunasamtök heimilinna kalla eftir afstöðu seðlabanka varðandi verðtryggingu í nýrri tilkynningu. Þau segja að þrátt fyrir að Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri hafi svo sannarlega komið með ferskan andblæ inn í æðstu stjórn peningamála hér á landi sé nokkuð erfitt að lesa úr yfirlýsingum hans skýra afstöðu með eða móti verðtryggingu lána til neytenda. Þó sé ljóst að Ásgeir sé vel meðvitaður um andúð þorra almennings á verðtryggingunni.

Í tilkynningunni segir ennfremur: „Í viðtali í Viðskiptablaðinu 1. júlí sl. sagðist Ásgeir „vona að við séum að komast á þann stað núna að sá árangur sem við höfum náð í bar­áttunni við verð­bólgu leiði til þess að [óverðtryggð] nafn­vaxta­lán geti tekið við” af verðtryggðum lánum. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að það gerðist með náttúrulegum hætti, en sæi samt ekki tilganginn með því að banna verðtryggð lán. Þessi ummæli hafa vakið furðu margra, þar á meðal Hagsmunasamtaka heimilanna, og vakið ýmsar spurningar”.

Bönnuð í 25 ríkjum

Hagsmunasamtökin spyrja hvort að seðlabankastjóri viti ekki að verðtryggð lán flokkist sem lán með neikvæðri afborgun (e. negative amortisation) eða að vegna neytendaverndarsjónarmiða sé lán sem hafa slíka eiginleika bönnuð í 25 ríkjum Bandaríkjanna og þarlendar stofnanir og félagasamtök hafi varað sérstaklega við þeim?

„Veit seðlabankastjóri ekki að lán með slíka eiginleika eru einnig bönnuð í mörgum Evrópulöndum? Telur seðlabankastjóri þessar aðgerðir stjórnvalda þeirra ríkja vera tilgangslausar? Veit seðlabankastjóri ekki að verðtryggð lán auka hættuna á fjármálalegum óstöðugleika með því að auka hlutfall spákaupmennskulántakenda (e. speculative borrowers)?”

Spurt er….

- Auglýsing -

Og það brenna fleiri spurningar á Hagsmunasamtökunum:

,,Veit seðlabankastjóri ekki að verðtrygging lána heimilanna þvælist fyrir peningastefnu seðlabankans og gerir honum þannig erfiðara að ná verðbólgumarkmiði sínu? Veit seðlabankastjóri ekki að þetta knýr seðlabankann til þess að beita stýrivaxtatæki sínu af meiri hörku en ella sem leiðir til hærra og óstöðugra vaxtastigs en ef lán heimilanna væru almennt óverðtryggð?

Veit seðlabankastjóri ekki að hærra og óstöðugra vaxtastig vegna útbreiðslu verðtryggðra lána ýtir undir vaxtamunarviðskipti og gjaldeyrisbólur sem gera gengi krónunnar óstöðugra en ella? Veit hann ekki að vegna mikils vægis innfluttra vara í vísitölu neysluverðs leiðir óstöðugra gengi til óstöðugri verðbólgu og gerir seðlabankanum erfiðara en ella að hemja slíkar sveiflur?

- Auglýsing -

Veit seðlabankastjóri ekki að verðtrygging ýtir undir útlánagetu banka og eykur þannig peningamagn í umferð sem myndar vítahring víxlverkunar verðbólgu og peningalegrar þenslu?

Hagsmunasamtök heimilanna telja reyndar að seðlabankastjóri viti flest af því sem hér hefur verið rakið og hafa því óskað eftir fundi með honum til að ræða nánar um skaðleg áhrif verðtryggingar á heimilin og hagkerfið”.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -