- Auglýsing -
Hagstofa Íslands hefur opnað undirvef tengdan COVID-19 kórónaveirunni sökum áhrifa hennar á íslenskt samfélag og efnahag.
Á síðunni er safnað saman tölulegum upplýsingum sem varpa ljósi á áhrif kórónaveirunnar (COVID-19) á íslenskt samfélag. Síðan er uppfærð þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir..
Fjórar úttektir eru þegar komnar á síðuna: áhrif kórónaveirunnar á kortaveltu í mars, samdrátt gistinótta, fjölgun þeirra sem iðka fjarvinnu og lækkun útflutningsverðmætis sjávarafurða.
Síðuna má finna hér.