Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Háhýsi rísa í skjóli veirunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í miðbæ Kópavogs saka bæjaryfirvöld um að flýta byggingu háhýsa af annarlegum ástæðum en bæjarstjórinn vísar því á bug.

Vegna samkomubannsins sem nú gildir fá íbúarnir ekki að koma saman til að ráða ráðum sínum vegna fyrirhugaðrar byggingar háhýsa við Fannborg á svokölluðum Traðarreit. Undanþágu þess efnis að halda mætti íbúafund var hafnað af heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfarið fóru íbúarnir fram á við sveitarfélagið að andmælafresturinn sem gildir til 29. apríl næstkomandi yrði lengdur þangað til hægt væri að halda íbúafund. Þeirri beiðni var einnig hafnað. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að farið hafi verið eftir settum reglum og hann hafnar alfarið þeim sögusögnum að hann fari að láta af störfum sem bæjarstjóri.

Algjört brjálæði

„Það á hreinlega að valta yfir okkur íbúana í offorsi í skjóli farsóttar og samkomubanns,“ segir Jón Gestur Sveinbjörnsson, stjórnarmaður húsfélagins að Fannborg 1-9, sem barist hefur fyrir því að íbúafundur fáist haldinn vegna málsins.

„Það á hreinlega að valta yfir okkur íbúana í offorsi í skjóli farsóttar og samkomubanns.“

Hann bendir á að margir íbúanna á svæðinu séu eldri borgarar sem erfitt eigi með fjarfundi. „Það eru rosalega margir ósáttir. Það er verið að taka af okkur næstum öll bílastæði sem við höfum, þar með talið stæði eldri borgaranna við Gjábakka. Nú á að byggja margra hæða hús gjörsamlega ofan í okkur. Þetta er algjört brjálæði og að baki þessu hljóta að liggja einhverjar annarlegar ástæður, að vera keyra þetta svona í gegn núna á meðan við erum öll læst inni,“ segir Jón Gestur.

Skilur ekki lætin

- Auglýsing -
Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Stofnaður hefur verið félagsskapur, Vinir Hamraborgar, til að berjast gegn áformum Kópavogsbæjar og segir Jón Gestur fáa sem enga íbúa hverfisins kannast við auglýsingu á þessu skipulagi. „Það kannast bara enginn við að þetta hafi verið auglýst og nýlega var svo haldinn kynningarfundur sem streymt var til íbúanna. Sá fundur virðist vera eini andmælaréttur okkar og margir íbúanna hafa enga hugmynd um hvernig þetta virkar. Það er verið að fresta mjög mörgu út um allan heim en þessu er sko ekki hægt að fresta. Við skiljum ekki þennan flýti,“ segir Jón Gestur.

Furðar sig á gagnrýninni

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri furðar sig á gagnrýninni og segist hafa farið eftir settum reglum og rúmlega það. Hann telur bæjaryfirvöld hafa kynnt málið nægjanlega vel. „Við höfum gert gott betur en það. Við erum að reyna okkar besta. Þetta er allt saman aðgengilegt á vefnum okkar og ég held að enginn geti sagst ekki hafa fengið þessar upplýsingar. Við höfum haldið opin hús, vinnustofur og kynningarfund,“ segir Ármann. „Það kemur mér á óvart að fólk hafi ekki vitað um þetta.“

- Auglýsing -

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -