Hinn sjötugi Bert Biscoe komst nálægt dauðanum þegar hann fékk flogakast á heimili sínu. Bert er með sykursýki og er hún talin orsök flogsins en hann vissi ekki af sjúkdómnum. Eiginkona hans hringdi á neyðarlínu og Bert fluttur á sjúkrahús þar sem hann lá í dái í tíu daga.
Bert hefur náð sér að fullu en segist muna vel eftir dáinu. Hann sá sjálfan sig í sjúkrarúminu, tengdan við öndunarvél. „Ég var dáinn og man vel eftir tímanum sem ég var í öðrum heimi, þar var mikið myrkur. Mér líkaði það ekki og ákvað að koma til baka. Ég var í dái í tíu daga, fyrst meðvitundarlaus en síðan haldið sofandi. Ég var ekki með neitt tímaskyn á meðan þessu stóð og vissi ekki hvað væri í gangi.“
Hann segir að mest megnis af tímanum hafi verið myrkur en stundum var líkt og hann sæi sjálfan sig, lækna og fjölskyldumeðlimi.