Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Halla og aðrir Grindvíkingar kallaðir heim til sín: „Minn átta ára er smá smeykur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Togga Þórðardóttir Grindvíkingur var stödd nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall þegar gosið braust út. Aðeins 10 mínútum eftir að gosið hófst tók hún myndina mögnðuðu hér fyrir neðan. Nú er Halla á heimleið með ungan son sinn sem er pínu smeykur.

Þessa mögnuðu mynd tók Halla Togga Þórðardóttir af gosinu 10 mínútum eftir að það hófst.

Eldgos er hafið við Fagradalsfjall. Það staðfestir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Búið er að loka Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi. Eftir því sem Mannlíf kemst næst kom gosið upp í Geldingardal sem staðsettur er milli Fagradalsfjalls, Litla hrúts og Keilis en dalurinn myndar lítinn þrýhyrning þar á milli.

Aðspurð segir Halla lítinn ótta að finna meðal íbúanna. „Nei enginn ótti. Meira spenna og mögulega smá léttir akkúrat núna. Nú er verið að kalla alla heim og inn. Minn átta ára er smá smeykur en við erum dugleg að losa það. Hann er byrjaður að finna til með pabba sínum sem missir af þessu út á sjó,“ segir Halla í samtali við Mannlíf. Og hún bætir við:

„Í Grindavík er klár léttir og svefn loks í augsýn og svefngalsa geðveikin getur sagt skilið við okkur. Spurning hvort það sé húmor í móður Jörð að koma með þetta á þannig stað að það er horft í nafn eins og Geldinga Gos!“

Aðspurð segir Halla talsverða umferðartraffík vera í bænum þar sem margir séu forvitnir að fylgjast með og sjá gossummerkin. Myndbandið hér að neðan tók hún rétt í þessu.

- Auglýsing -

Miklar kvikuhreyfingar hafa verið á Reykjanesskaga undanfarnar vikur. Lögregla á leið frá Keflavík til að meta stöðuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið. Búið er að loka fyrir umferð á Suðurstrandavegi en vegurinn til Grindavíkur er opinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -