Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Halla Sigrún er nýr formaður SUS – Páll Magnús varaformaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Sigrún Mathiesen var kjörin formaður SUS á 45. sambandsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sem fram fór núna um helgina.

Páll Magnús Pálsson var kjörinn varaformaður.

Bæði eru þau börn þekktra Sjálfsstæðismanna, sem áberandi hafa verið í samfélaginu um árabil.

„Það er verulega gaman að sjá svona öfluga manneskju taka við þessu mikilvæga og góða félagi. Hún er kjörin ásamt öflugu fólki frá öllu landinu sem gefur sig í ungliðstarf Sjálfstæðisflokksins. Það er okkur þingmönnum og ráðherrum afar mikilvægt,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á Facebook-síðu sinni og birtir með mynd af þeim Höllu Sigrúnu. „Til hamingju Halla Sigrún, Páll Magnús og aðrir ungir sjálfstæðismenn. Á sama tíma vil ég þakka Ingvari Smára og fyrri stjórn fyrir.“

Halla Sigrún er 21 árs, hagfræðingur og einnig með BA gráðu í stjórnmálafræði og sögu. Hún starfar hjá Arion banka. Faðir hennar er Árni Mathiesen, fyrrum sjávarútvegs-og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnús er 23 ára, lögfræðingur og stundar hann meistaranám við Háskóla Íslands. Faðir hans er Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Kærasta Páls Magnúsar er Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir, lögfræðinemi og flugfreyja, dóttir Ágústu Johnson og Hrafns Franklin Friðbjörnssonar. Eiginmaður Ágústu er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -