Orðrómur
Algjört hatur ríkir á milli atvinnurekenda og verkalýðsforystunnar. Svo slæmt er ástandið að innan hreyfingarinnar treysta fæstir sér til að ræða við Halldór Benjamín Þorgergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Halldór er almennt talinn stríðsgjarn og gjarn á að hella olíu á eld. Dæmi um það er sú hótun að segja upp lífskjarasamningnum. Framkoma hans þykir bera keim af því sem gerðist þegar Kristjár Ragnarsson var talsmaður útgerðarmanna með stálhnefann á lofti.
Einhverjir hefðu talið að á erfiðleikatímum væri nauðsynlegt að atvinnurekendur og verkalýður ættu í talsambandi og gætu setið við sama borð. Verkalýðsleiðtogar rekja stríðsástandið til Halldórs en atvinnurekendur telja Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, vera harðlínufólk og rót illindanna. En innan atvinnurekenda er uppi það sjónarmið að nauðsynlegt sé að skipta Halldóri út og fá einhvern sem er líklegri til sátta til að fást við launþega …