Mánudagur 28. október, 2024
7.8 C
Reykjavik

Halldóra Mogensen um meðgönguna: „Gjöf sem kom til okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og Kristinn Jón Ólafsson, nýsköpunarsérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið deildi gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær og í kjölfarið hefur kveðjum og hamingjuóskum rignt yfir parið. Í samtali við Mannlíf segist Halldóra vera full tilhlökkunar enda sé foreldrahlutverkið það mikilvægasta í lífinu.

„Ég eignaðist mitt fyrsta barn, Indíönu, fyrir 10 árum síðan og það gerbreytti lífi mínu,“ segir hún í samtali við Mannlíf og gleðin í röddinni leynir sér ekki. „Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir dóttur mína. Að vera foreldri er án efa mikilvægasta hlutverk sem ég hef fengið að sinna.“

Spurð hvort það hafi verið planið að eignast barn, segir Halldóra svo vera. „Þetta var alltaf planið. Ég var reyndar smá óörugg með að vera orðin fertug að eignast barn, óörugg með að ég gæti orðið ólétt en þetta gekk upp og við erum mjög hamingjusöm. Þetta er fyrsta barn Kidda mannsins minns, Kristins Jóns Ólafssonar, og hann er líka alveg á bleiku skýi.“

„Okkur langaði svo til að deila þessu með fólki og það var ótrúlega fallegt að fá allar þessar kveðjur og hamingjuóskir.“

Halldóra og Kristinn kynntust síðasta sumar og hún segist hafa fundið á sér um leið og þau hittust að þetta væri maðurinn sem hún vildi verja lífinu með. „Ég er búinn að lifa lífinu í þennan tíma og kynnast sjálfri mér í gegn um misskrautleg og erfið sambönd. Ferðalagið hefur verið lærdómsríkt og í kjölfarið er ég orðin meðvitaðari um hvað það er sem ég vil og hvað ekki. Ég bara fann það strax að hann var sá rétti fyrir mig. Síðan leið eiginlega ekkert langur tími frá því að við fórum að vera saman og þar til barneignir bárust í tal.“

Voruð þið búin að reyna lengi? „Nei nei, þetta var alls ekkert þannig,“ segir hún. „Þetta bara gerðist, þetta er bara gjöf sem kom til okkar.“

Spurð hvenær sé von á erfingjanum í heiminn segist Halldóra var sett 24. nóvember. „Þannig að ég er komin stutt á meðgöngunni, bara tólf vikur,“ segir hún. „Ég fór í tólf vikna sónarinn í vikunni og það var dásamleg tilfinnig að sjá barnið í sónarnum, sjá að það er í lagi og að það vex og dafnar vel. Það var reyndar svolítið leiðinlegt að Kiddi skyldi ekki fá að koma með vegna COVID-19, sérstaklega þar sem þetta er hans fyrsta barn, en maður skilur það auðvitað,“ segir hún. „Vonandi fær hann bara að koma með næst og hluta á hjartsláttinn í barninu sínu.“

- Auglýsing -

Eldra barn Halldóru, dóttirin Indíana, verður tíu ára í nóvember á þessu ári og að sögn Halldóru varð hún alveg himinlifandi þegar hún fékk að vita að von væri á yngra systkini. „Það er nefnilega búið að vera hennar stærsta ósk svolítið lengi að eignast syskini og fá að vera stóra systir,“ útskýrir hún og kímir. „Þannig að Inda er rosalega glöð og mjög spennt fyrir þessu öllu saman.“

Halldóra segist annars vera frekar feimin með einkalíf sitt, til dæmis deili hún mjög sjaldan, eiginlega bara aldrei einhverju persónulegu á samfélagsmiðlum. Hún hafi hins vegar ákveðið að gera það í þetta sinn og deila myndunum úr sónarnum á Facebook. Þau Kristinn hafi bara ekki staðist mátið.

„Okkur langaði svo til að deila þessu með fólki og það var ótrúlega fallegt að fá allar þessar kveðjur og hamingjuóskir,“ segir hún. „Við fjölskyldan erum bara ofsboðslega glöð og spennt.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -