Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Halldóra sauðfjárbóndi öskureið: „Þetta fer ofboðslega í taugarnar á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég ætlaði mér að borga skattinn minn í heimabanka áðan – átti að fara á gjalddaga á morgun. Er þá ekki búið að taka hann út og væntanlega búið að taka þetta af beingreiðslum,“ segir sauðfjárbóndinn Halldóra Björnsdóttir sem er fyrrum formaður Fé­lags sauðfjár­bænda í Skagaf­irði, og er ósátt við skattayfirvöld, og bætir við:

„Það var allavegana gert í fyrra.“

Halldóra veltir því fyrir sér hvort hún sé sú eina í bændastétt sem er að lenda í slíku af hálfu skattayfirvalda hér á landi og er ekki sátt með stöðu mála.

Segir að „þetta fer ofboðslega í taugarnar á mér, það er eins og bændum sé ekki treystandi fyrir fjármunum eða til að borga sína skatta og skyldur eins og aðrir; bara rifið af beingreiðslum.“

Hún hvetur forsvarsmenn bænda til að koma í veg fyrir slíkt sem hún kallar sjálftöku – kallar eftir breytingum í þessum skattamálum bænda.

Og segir að „bændum er alveg treystandi til að borga sína reikninga ekki síður en öðrum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -