Rithöfundurinn og fjöllistamaðurinn Hallgrímur Helgason segist „enn að hugsa um íröksku systurnar sem teknar voru úr FÁ og reknar úr landi.“
Vísar hann þar til harkalegrar brottvísunar flóttamanna í neyð sem beðist hafa griða hér á Íslandi, en verið hafnað; hent úr landi með hraða og hörku í skjóli nætur.
Þar voru engin grið gefin; enga miskunn að fá.
Hallgrímur sér málið út frá sjónarhorni sem við Íslendingar erum vanir að nefna í sambandi við hina alræmdu talíbana, sem fæstir vilja láta bendla sig við:
„Menntunin og framtíðin voru teknar af þeim. Og við sem héldum að svoleiðis geri bara Talíbanar.“