Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Halli í Botnleðju: „Við hefðum átt að heita Botnleðja áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haraldur Freyr Gíslason, tónlistarmaður og formaður Félags leikskólakennara, á afmæli í dag. Er þetta í fertugasta og sjöunda skipti sem það gerist á ævi hans.

Haraldur eða Halli í Botnleðju eins og margir kalla hann, hefur margar fjörurnar sopið um ævina.

Honum var boðin staða trommara í einni frægustu hljómsveit allra tíma, Coldplay, en ákvað að hafna því boði og hefur sagt að hann sjái ekki eftir þeirri ákvörðun.

Þá hefur Halli til dæmis ferðast um heiminn með einni stærstu og bestu hljómsveit heims, Blur, borið sigur úr býtum með Botnleðju í Músíktilraunum, keppt í Eurovision og starfað sem leikskólakennari, svo fátt eitt sé nefnt.

- Auglýsing -
Hljómsveitin Pollapönk tók þátt í Eurovision árið 2014

Í viðtali við DV árið 2017 talaði Halli meðal annars um tímann er þeir túruðu með Blur.

Botnleðja fór í tónleikaferðalag á sínum tíma með hljómsveitinni Blur

„Við byrjuðum í þessu á algjörlega vitlausum enda. Við höfðum aldrei spilað utan Íslands áður en þarna fórum við í túr með einu stærsta bandi Bretlands og það var uppselt á öll gigg. Þetta var absúrd. Fjöldi fólks kom þegar við vorum að spila en það kunni auðvitað engin deili á okkur. Að ráðleggingum Damons Albarn þá breyttum við um nafn og hétum Silt. Ég held að það hafi verið mistök. Við hefðum átt að heita Botnleðja áfram.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Halla til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -