Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hampur ekki lengur afurð „illvígrar hassplöntu“: „Loksins má ég selja olíuna mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hampbændur fagna nú eftir að Alþingi samþykkti breytingatillögu heilbrigðisráðherra á lokadegi þings í lok síðustu viku. Iðnaðarhampur verður á borði landbúnaðarráðherra, en ekki heilbrigðisráðherra, héðan í frá og meðför mála um iðnaðarhamp verða færð frá Lyfjastofnun og til Matvælastofnunar, en héðan í frá mun ræktun iðnaðarhamps lúta sömu lögum og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru í hefðbundnum landbúnaði.

„Þetta er hænuskref í rétta átt,“ segir Kristinn Sæmundsson, hampbóndi á Suðurlandi. „Jú, og þetta breytir vissulega því að nú megum við hampbændur vinna löglega CBD olíu úr uppskeru og setja á íslenskan markað. Hampurinn er ekki lengur skilgreindur sem lyf, en þannig var hampurinn skilgreindur áður, sem afurð „illvígrar hassplöntunnar“ eins og hampurinn hefur kallast gegnum árin. Plantan þótti ógeðsleg í augum einhverra, sem er bara hrein og klár sturlun,“ segir Kristinn jafnframt og á þar við eðli iðnaðarhamps og innihaldsefni nytjajurtarinnar.

„Ég hef þó spurnir af því að enn sé verið að leita að fyrsta fórnarlambi þessarar illvígu plöntu sem svo ekki enn hefur fundist.“

Lagabreytingin fellur undir breytingu á lögum í samræmi við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, en samkvæmt nýrri skilgreiningu er iðnaðarhampur ekki ávana- og fíkniefni heldur nytjaplanta. Reglugerð sem snýr að ávana- og fíkniefnum var breytt á síðasta ári og fól í sér heimild til Lyfjastofnunar til undanþágu svo leyfilegt yrði loks að flytja inn fræ til ræktunar iðnaðarhamps. Undanþágan var bundin ströngum skilmálum sem snúa að leyfilegu magni THC í nýtanlegu magni, eða því sem nemur 0.2 prósent.

Sjálfur vinnur Kristinn íslenska CBD olíu úr heimaræktuðum hampi til einkanota og segir undravert hversu nærandi olían er fyrir hörundið. „CBD olían getur unnið á húðmeinum, exemi og útbrotum. Ég hef mjög góða reynslu af henni sjálfur og jafnvel ofnæmi sem ég held að hafi stafað af ofnotkun á þvottaefni og mýkingarefni.“

Þó reglugerðarbreytingin sé tímabundin ráðstöfun er nú ljóst að iðnaðarhampurinn á ekki heima á vinnuborði Heilbrigðisráðuneytis og því þarf að skýra reglugerðina og ábyrgðarhluta viðeigandi stofnana sem koma að leyfisveitingu og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps héðan í frá. Landbúnaðarráðuneytið og Matvælastofnun fara fyrir þeim hópi sérfræðinga héðan í frá og því sennilega einhverjir farnir að renna hýru augu til gróðuryrkju með ræktun og framleiðslu á nú loks löglegum iðnaðarhampi hér á landi. En hvað segja hampbændur þeir sem hafa komið sér haganlega fyrir nú þegar og fylgjast með opinberri meðför málaflokks; breytir ákvörðun ríkisstjórnar við þinglok nú einhverju fyrir íslenskan markað?

- Auglýsing -

„Jú, vissulega, hingað til hef ég bara setið við nettan heimilisiðnað en nú get ég farið að huga að markaðssetningu og framleiðslu á olíunni minni opinberlega. Nú má það loks,“ segir Kristinn Sæmundsson, hampbóndi og náttúruunnandi á Suðurlandi hæstánægður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -