Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Handrukkarar meiddu mann í heimahúsi – Kófdrukkinn hótelgestur var til vandræða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglu barst beiðni um hjálp þar sem þrír einstaklingar voru að meiða húsráðanda með barsmíðum. Árásin var tilkomin vegna innheimtu á skuld og voru handrukkarar við iðju sína með þekktu ofbeldi þegar lögregluna bar að garði. Ofbeldismennirnir voru handteknir á staðnum og færðir á lögreglustöð. Fórnarlambið var flutt með sjúkarbifreið til frekari aðhlynningar en er þó ekki talið vera mikið slasað.

Drukkinn ökumaður varð valdur að umferðarslysi. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Hann mun svara til saka með nýjum degi.

Uppnám varð við Mjóddina þar sem tilkynnt var um hópslagmál. Lögregla var stutt frá vettvangi og brá skjótt við og fór á staðinn. Þegar laganna verðir komu á vettvang var komin á ró. Nokkrir aðilar voru á förum af stanum og héldu sína leið. Ekkert var aðhafst frekar.

Hótelgestur varð fyrir því óláni að drekka sig ofurölvi og missa stjórn á sér. Hann braut allar reglur og ákvað starfsmaður að reka hann út af hótelinu. Gesturinn kófdrukkni neitaði að fara og var lögregla kölluð til. Laganna verðir aðstoðuðu hótelstarfsmanninn við að fjarlægja gestinn. Eigur hans voru sóttar inn á herbergi. Þá lét hann segjast og hélt á brott.

Ekið var á reiðhjólamann. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að hann var óslasaður. Málið var unnið samkvæmt venju og héldu allir sýna leið, hjólandi og akandi,  að því loknu.

Lögregla stöðvaði bifreið sem þótti vera undarleg í akstri. Í ljós kom að ökumaður var ekki allsgáður. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá kom upp staðfestur grunur um bifreiðin væri stolin. Ökumaður og farþegi vortu handtekin, grunuð um þjófnað á bifreiðinni og fleiri brot.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -