Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Handsprengjum sífellt kastað inn í kjaraviðræður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lengi hefur blasað við að mjög viðkvæm staða væri uppi á vinnumarkaði. Vegna þess voru stjórnir ríkisfyrirtækja beðnar um að sýna hófsemi í launahækkunum forstjóra sinna þegar vald yfir þeim var fært aftur til þeirra. Þær hunsuðu þau tilmæli og laun flestra forstjóra, sem voru þegar mjög há í öllum samanburði, voru hækkuð um tugi prósenta.

Mesta úlfúðin hefur verið vegna launakjara þeirra sem stýra ríkisbönkunum tveimur, Landsbankanum og Íslandsbanka. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í þeim. Stjórnarformaður hennar er Lárus Blöndal, sem leiddi líka starfshópinn sem vann Hvítbókina um fjármálakerfið. Það var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sem skipaði hann í bæði hlutverkin.

Í ársreikningi Landsbankans fyrir árið 2018, sem birtur var fyrir rúmri viku, kom fram að laun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, hefðu verið hækkuð í 3,8 millj­ónir króna á mán­uði, sem þýðir að laun hennar hafa hækkað um tæplega 82 pró­sent á um tveimur árum, en þau voru tæplega 2,1 milljón króna áður en að ákvörðun um laun hennar var færð undan kjararáði.

Íslandsbanki færðist aftur í ríkiseigu eftir að stöðugleikasamningar voru gerðir við kröfuhafa föllnu bankanna. Við það urðu starfsmenn bankans allir ríkisstarfsmenn og ákvörðun um laun bankastjórans, Birnu Einarsdóttur, færðist undir kjararáð. Birna var með alls um 4,8 milljónir króna í laun og árangurstengdar greiðslur að meðaltali á mánuði á árinu 2016.

Í janúar 2017 úrskurðaði kjararáð að lækka ætti laun hennar í rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Sú launalækkun kom þó aldrei til framkvæmda þar sem Birna var með tólf mánaða uppsagnarfrest. Ákvörðun um launakjör hennar færðist svo aftur til stjórnar Íslandsbanka um mitt ár 2017.

Birna var einnig með 4,8 milljónir króna í laun á árinu 2017. Til viðbótar fékk hún eina milljón króna á mánuði í mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð.

Í vikunni sendi Íslands­­­banki frá sér til­­kynn­ingu þar sem fram kom að Birna hefði óskað eftir því í nóv­­em­ber síð­­ast­liðnum að laun hennar yrðu lækkuð og að þau séu nú 4,2 millj­­ónir króna á mán­uði. Sú tala er þó ekki tæmandi fyrir heildarkjör hennar heldur tekur einungis mið af launum. Ef bifreiðarhlunnindi og áætlaður kaupauki á þessu ári eru reiknuð með verða meðaltalslaun Birnu á mánuði á árinu 2019 um 4,8 milljónir króna. Sú kjarabreyting tók gildi 1. janúar síðastliðinn.

- Auglýsing -

Í fyrra, á árinu 2018, hækkuðu heildarlaun hennar hins vegar umtalsvert. Þá námu laun, bifreiðarhlunnindi og kaupauki að meðaltali 5,3 milljónum króna á mánuði.

Lestu fréttaskýringuna í heild á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -