Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Vesturbænum um half níu í gærkvöldi vegna gruns um ýmis brot. Maðurinn er grunaður um þjófnað, líkamsárás, hylmingu og fleiri brot og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Mál hans er í rannsókn.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Tveir þeirra höfðu auk þess ítrekað ekið sviptir ökuréttindum, og er annar þeirra einnig grunaður um brot á vopnalögum. Þriðji ökumaðurinn er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.
Ökumaður sem hefur ítrekað ekið sviptur ökuréttindum var einnig stöðvaður í Breiðholti um sexleytið í gær.