Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í gærkvöld vegna rannsóknar á þremur líkamsárásum. Maðurinn gisti í fangaklefa vegna málsins. Skemmdavargur flúði af vettvangi eftir að hafa brotið rúðu í verslun í miðbænum. Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári hans.
Þá barst lögreglu ábending úr Breiðholti um sölu fíkniefna úr tiltekinni bifreið í hverfinu. Þegar lögregla kom á vettvang var bíllinn á bak og burt. Ruglaður karl í annarlegu ástandi ráfaði um Grafarvoginn í gærkvöldi. Lögregla kom manninum til hjálpar og ók honum til síns heima. Auk þess sinnti lögregla útköllum vegna minniháttar umferðaróhappa og reglubundnu eftirliti.