Lögreglan hafði í nægu að snúast á næturvaktinni, en fjörutíu mál komu á borð hennar frá klukkan 19-5 í nótt og gistu sex manns fangaklefa fyrir ýmis brot.
Lögreglan í Kópavogi stöðvaði bifreið og reyndust ökumaður og farþegi vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Fíkniefni og ólögleg lyf fundust í fórum þeirra ásamt því að vopn fundust á þeim.
Í sama hverfi var útlendingur handtekinn vegna gruns um ólöglega dvöl á landinu, og var hann vistaður í fangaklefa. Annar var handtekinn í miðbænum og gat sá heldur ekki gert grein fyrir dvöl sinni hér á landi ásamt því að vera með fíkniefni meðferðis, var hann vistaður í fangaklefa.
Nokkrir ökumenn voru einnig handteknir undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis og sumir þeirra voru einnig án ökuréttinda.