Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem var vopnaður hnífi á skemmtistað í miðborginni.
Maðurinn, sem hafði reynt að veitast að öðrum manni, gerði tilraun til að flýja en lögreglumönnum tókst að yfirbuga hann og var maðurinn vistaður í fangaklefa.
Óhætt er að segja að lögreglan hafi átt í fullu fangi því hún yfirbugaði og handtók annan mann sem reyndists líka vopnaður hnífi. Barst lögreglu tilkynning um mann í annarlegu ástandi grunaðan um þjófnað. Streittist viðkomandi á móti handtöku og kom þá í ljós a hann var með hníf á sér.
Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Þar kemur að alls hafi 88 mál af ýmsum toga verið bókuð í nótt.