Ljósmyndarinn Matteo Tranchellini hefur alltaf verið hugfanginn af fuglum en árið 2013 ákvað hann að reyna að finna sér hænu til að hafa í garðinum hjá heimili sínu í Mílanó á Ítalíu.
Matteo heimsótti bónda sem sýndi honum hænuna Jessicah sem stal hjarta hans um leið. Þá hófst vegferð sem hefur aldeilis undið uppá sig.
Matteo fékk annan ljósmyndara, Moreno Monti, í lið með sér til að leita uppi fallegustu hænur og hana heims og taka af þeim myndir.
Útkoman er vægast sagt stórkostleg, en þeir félagar safna nú fyrir útgáfu á bók með fyrrnefnum myndum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndum félaganna en einnig er hægt að fylgjast með fuglunum á Instagram: