Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og eiginkona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi og sérfræðingur í samskiptum hjá Landsvirkjun, eru komnar í sóttkví.
Hanna Katrín greinir frá sóttkvínni í færslu á Facebook og segir þær eiginkonurnar báðar einkennalausar og hressar.
Segir Hanna Katrín að hún viti að Ragnhildur sé mjög kvíðin. „Ég skil ekkert af hverju, ég er alls ekki vön að vera hvefsin þegar mér leiðist, þoli mjög vel langa inniveru og það að hafa ekki nóg fyrir stafni. Það er bara rosa mikið ég,“ segir Katrín í kaldhæðni og fagnar því að geta tekið þátt þátt í nefndarfundum Alþingis, enda búið að koma upp fjarfundabúnaði, „getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur.“
Að lokum brýnir hún fyrir öllum að fara vel með sig og fólkið í kringum sig.