Kennarinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, veltir vöngum yfir því hvort að kominn sé tími á að hætta að nota víkingaklappið á landsleikjum – en þessi hvatning hefur verið ein sú vinsælasta í heiminum og hefur fylgt íslenskum fótboltalandsliðum undanfarin ár.
Hanna slær upp þessum vangaveltum á Twitter-færslu sinni í dag og tísti þessu:
„Frábær leikur en vorum við ekki búin að slaufa víkingaklappinu að gefnu tilefni?“
Svo er bara spurning hvort HÚH!-ið fái hvíld; hvort tillaga Hönnu verði að veruleika eður ei.
Víkingaklappið varð heimsfrægt árið 2016 eftir glæsilegan árangur karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM.