Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Hannes formaður KKÍ hvetur leikmenn til að stíga fram: „Við líðum enga svona hegðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, hvetur alla þá innan hreyfingarinnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af einhverjum toga til að leita til sambandsins eða lögreglu. „Við líðum enga svona hegðun,“ segir Hannes.

Leifur S. Garðarsson skólastjóri hefur verið settur af sem körfuboltadómari hjá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Ástæðan eru ósæmileg samskipti hans við kvenkyns leikmann sem áttu sér stað á samskiptamiðlum snemma árs í fyrra.

Mynd / Skjáskot RÚV.

Samskipti Leifs við leikmanninn voru á þann veg að stíga í vænginn við viðkomandi sem síðan kvartaði undan því við KKÍ. Samkvæmt óyggjandi heimildum Mannlífs hefur hann verið settur af sem dómari hjá sambandinu og þar hefur hann ekki dæmt leik frá því málið kom upp.

Í samtali við Mannlíf segist Hannes hvorki getað staðfest að Leifur sé dómarinn sem um ræðir né rætt málið í smáatriðum. „Ég get staðfest að þetta mál varðandi dómara kom upp og viðkomandi var tekinn af leikjaniðurröðuninni um leið og þetta mál kom upp og við sáum hvernig þetta var. Viðkomandi hefur í kjölfarið ekki dæmt í rúmt ár á vegum KKÍ. Um leið og það kom upp dæmdi viðkomandi ekki fleiri leiki á vegum sambandsins,“ segir Hannes. Aðspurður hvort um sé að ræða einangrað tilvik eða fleiri hefur formaðurinn þetta að segja:

„Þetta er einangrað tilvik sem við höfum staðfest. Við höfum verið að heyra meira og það þykir mér mjög alvarlegt. Þau mál myndum við vilja fá inn á borð til okkar eða þá til lögreglu. Svona mál eru það alvarleg að allir sem lenda í svona eiga að leita beint til okkar. Við tókum á þessu eina máli strax og svona athæfi er ekki liðið innan KKÍ, hvort sem það er dómari, þjálfari, leikamaður eða sama hver það er. En við getum illa tekið á svona málum nema við fáum upplýsingar um þau.“

Veistu meira um málið? Fullum trúnaði er heitið. Mannlíf tekur við ábendingum, myndböndum og myndum á [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -