Háskólakennarinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ávallt verið með sterkar skoðanir, og verið ófeiminn að viðra þær. Það hefur ekkert breyst með tímanum – síður en svo.
Hannes Hólmsteinn skilgreinir sig sem frjálslyndan femínista sem er „hlynntur jafnrétti kynjanna.“
Hann vill meina að svokallaðir öfgafemínistar „vilja banna ýmsa fórnarlambalausa iðju, til dæmis klám og vændi,“ og bætir við að öfgafemínistarnir „rökstyðji slíkt bann með niðurlægingarrökum annars vegar og kúgunarrökum hins vegar.“
Hann hefur ritað grein sem sjá má hér, en í greininni tek „ég niðurlægingarrökin til skoðunar og mun seinna snúa mér að kúgunarrökunum.“