Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hannes styður Ásgeir – Var sjálfur dæmdur fyrir ritstuld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, deildi í dag yfirlýsingu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra sem ásakaður hefur verið um ritstuld nýverið. Virðist Hannes með þessu vera að styðja við bakið á Ásgeiri.

Bergveinn Birgisson, rithöfundur hefur sakað Ásgeir um ritstuld við smíði bókar sinnar Eyjan hans Ingólfs. Segir hann að Ásgeir virðist hafa tekið ansi mikið úr bók sinni, Leitin að svarta víkingnum. Því hefur Ásgeir þverneitað.

Hringbraut bendir á deilingu Hannesar í dag en verður þetta að teljast áhugavert í því ljósi að Hannes hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir ritstuld á orðum nóbelsskáldsins sjálfs, Halldórs Laxness.

Segir Ásgeir í yfirlýsingu sinni sem hann birti á Facebook í dag að bækur þeirra Bergsteins séu mjög ólíka er snertir nálgun, umfjöllun og niðurstöður. Þá sagðist hann aldrei hafa áður verið sakaður um stuld enda væri það ansi heimskulegt, stöðu hans vegna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -