Laugardagur 26. október, 2024
3.6 C
Reykjavik

Hans Jakob er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hans Jakob Jónsson, leiðsögumaður og leikskáld, er látinn. Hann fæddist 7 maí 1956 og var því 68 ára þegar hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 18 júlí.
Sonur hans, Jón Hnefill Jakobsson tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Pabbi var einstakur maður, húmoristi af Guðs náð, hæfileikarîkur, mikill sögumaður og þótti óendanlega vænt um börnin sín og barnabörn. Við erum ennþá að meðtaka að hann sé farinn frá okkur, og við viljum þakka öllum þeim sem hafa boðist til að vera okkur innan handar í sorgarferlinu, og því sem framundan er,“ skrifar hann.
Margir minnast Jakobs á Facebook með mikilli hlýju. Þeirra á meðal er Illugi Jökulsson rithöfundur.
„Kær og góður frændi minn, Hans Jakob sonur Svövu föðursystur minnar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, varð bráðkvaddur á dögunum, enn á besta aldri. Þetta er þungt högg fyrir okkur öll í fjölskyldunni því Jakob var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur, alúðlegur og í alla staði hinn vænsti maður. En vitaskuld er höggið mest og sárast fyrir börnin hans þrjú sem lifa, en önnur dætra hans dó fyrir örfáum misserum,“ skrifar Illugi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -