Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Haraldur um lögsóknir Ingós Veðurguðs: „Ég skal borga lög­fræði­kostnað fyrir alla sem þurfa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, stofnandi hönnunar­fyrir­tækisins Ueno og einn ríkasti maður landsins, býðst til að borga lögfræðiskostnað allra þeirra sem Ingólfur Þórarinsson, oftast kallaður Ingó Veðurguð, mun stefna.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður.

Líkt og Mannlíf greindi frá hefur hæstaréttardómarinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson tekið að sér mál Ingós og boðað að fjöldi stefna verði gefinn út á hendur áhrifavöldum, blaðamönnunm og öllum þeim sem hafa sakað Veðurguðinn um kynferðisbrot.

Sjá einnig: Ingó Veðurguð í viðtali við Mannlíf: „Ég ætla ekki að láta eyðileggja mannorð mitt“

Á Twitter brást Haraldur við með færslu. Þar segir hann:

„Ég skal borga lög­fræði­kostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endi­lega til mín.“

Kæran kemur í kjölfar þess að Aðgerðahópurinn Öfgar birti 32 nafnlausar sögur sem fjölluðu um meint brot Ingó gegn fjölda kvenna. Samfélagsmiðlar hafa logað og fjöldi fólks lagt orð í belg.

Fyrir­tæki Haraldar, Ueno var selt til banda­ríska sam­fé­lags­miðlarisans Twitter fyrr á árinu. Haraldur er því meðal ríkari manna hér á landi og hefur meðal annars stutt ýmis góð­gerðar­verk­efni líkt og Römpum upp Reykja­vík.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -