Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Harðlokað að gossvæðinu vegna veðurs og vinda: Slökkvilið Grindavíkur að starfi fram á nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gosið við Litla-Hrút heldur ennþá fullum og óbreyttum styrk. Gossvæðið við Litla-Hrút er ennþá harðlokað almenningi að ákvörðun Lögreglunnar á Suðurnesjum. Stífur vindur er á svæðinu og talið vera stórhættulegt að vera á ferli nærri jarðeldunum.

Slökkviliðið í Grindavík vann að því fram á nótt að slökkva elda í gróðri í ná­grenni goss­ins við Litla-Hrút þangað til klukk­an var um tvö í nótt. Reiknað er með að slökkvistarf hefjist að nýju með morgninum.

Spáð er stífri norðanátt fram yfir helgi og óljóst hvenær lögreglan leyfir umferð um svæðið sem heyrir undir Sveitarfélagið Voga. Fólki hefur enn ekki verið gefinn kostur á því að ganga styttri leið frá Höskuldarvöllum, um Oddafell, að gosstöðvunum. Þess í stað er allri umferð beint í gegnum Grindavík og að bílastæðum við Borgarfjall og Slögu. Það þýðir allt að 30 kílómetrum lengri akstur frá höfuðborgarsvæðinu. Sú ákvörðun er í raun óskiljanleg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -