- Auglýsing -
Afar harður árekstur varð í dag á Suðurlandsvegi til móts við Skíðaskálann í Hveradölum, en þá hafnaði lítil jeppabifreið aftan á snjóruðningstæki.
Slökkviliðsmenn urðu að beita klippum til að ná manninum er ók jeppabifreiðinni út úr henni; en honum var sinnt á vettvangi til um klukkan tvö.
Maðurinn var svo fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en ekki er vitað nánar um líðan hans að svo stöddu.