Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Harðvítugar deilur innan Siðmenntar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær stríðandi fylkingar deila nú hart innan lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Deilurnar snúast í hnotskurn um það að fyrrverandi stjórnarmeðlimir vildu hækka laun sín en því hefur sitjandi stjórn verið alfarið mótfallin. Á lokuðu spjallsvæði félagsins á Facebook logar allt í illdeilum vegna málsins og hafa ásakanir gengið á víxl.

Samkvæmt heimildamönnum Mannlífs sem ekki vilja láta nafns síns getið, hefur ósættið kraumað undir niðri í lengri tíma. Deilurnar hafi náð hámarki síðastliðið vor þegar framkvæmdastjóri félagsins, Bjarni Jónsson, sagði af sér vegna aukins þrýstings frá stjórn félagsins um að „stjórn og varamenn í stjórn fengju greidd laun fyrir hvert einasta viðvik“, eins og einn heimildarmanna kemst að orði. Í kjölfarið, eða um mitt síðasta sumar, ákvað þáverandi formaður félagsins, Jóhann Björnsson, einnig að hætta. Eftir breytingarnar varð Sigurður Hólm Gunnarsson formaður og Auður Sturludóttir varaformaður.

„Allt var gert á handahlaupum og öll skilaboð frá formanni voru óvönduð. En í ljósi þess að þetta er lífsskoðunarfélag sem býður upp á athafnaþjónustu er mikilvægt að sýna starfinu virðingu.“

Samkvæmt fyrrnefndum heimildamönnum versnaði daglegur rekstur félagsins eftir þau stjórnarskipti. „Það má segja að starfsemi félagsins hafi farið „hnignandi“. „Allt var gert á handahlaupum og öll skilaboð frá formanni voru óvönduð. En í ljósi þess að þetta er lífsskoðunarfélag sem býður upp á athafnaþjónustu er mikilvægt að sýna starfinu virðingu,“ hefur Mannlíf eftir einum heimildarmanna sem bætir við að stjórnin hafi látið nokkra mánuði líða áður en nýr framkvæmdastjóri var ráðinn. Siggeir F. Ævarsson fékk það starf í ágúst á síðasta ári.

Meðal þeirra sem hækkað hafa í launum er Sigurður Hólm en samkvæmt upplýsingum sem Mannlíf hefur undir höndum hækkuðu laun hans sem vef- og kerfisstjóri í 25 prósent starfshlutfalli úr 300.000 krónum á ári upp í 1.764.000, sem er 288 prósenta hækkun. Þá hafi Sigurður greitt sér þrjá mánuði afturvirkt þegar hann tók við sem formaður á síðasta ári.

Fyrrverandi formaður sakaður um hallarbyltingu
Á aðalfundi Siðmenntar 18. febrúar sl. kom fram óvænt mótframboð í stjórn félagsins þegar Jóhann Björnsson, þá fyrrverandi formaður, bauð sig fram fyrirvaralaust og hlaut kjör gegn sitjandi formanni. Sigurður Hólm sagði í kjölfarið inni á fyrrnefndum spjallþræði Siðmenntar að hallarbylting hafi átt sér stað og sakaði Jóhann og Bjarna Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóra um smölun.

Sigurður Hólm sagði í kjölfarið inni á fyrrnefndum spjallþræði Siðmenntar að hallarbylting hafi átt sér stað og sakaði Jóhann og Bjarna Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóra um smölun.

Eftir kjörið hafa öll spjót beinst að Jóhanni og hefur „stanslaust verið hamast í honum“ af fyrrverandi stjórnarmeðlimum samkvæmt heimildamönnum Mannlífs. Að lokum lét Jóhann undan og sagði sig frá formennsku félagsins, en það kom fram á stjórnarfundi 4. mars síðastliðinn, og tók Helga Jóhanna Úlfarsdóttir tímabundið við keflinu sem formaður. Boðað hefur verið til aukaaðalfundar 24. apríl næstkomandi. Þar verður kosið um formann, stjórn og varamenn í stjórn en samkvæmt heimildum íhuga núverandi stjórnarmeðlimir að segja sig úr félaginu í kjölfarið.

Helga Jóhanna staðfestir í samtali við Mannlíf að deilur standi yfir í félaginu. „Ég ætlaði í raun aldrei að verða formaður, ég fékk þetta bara upp í hendurnar þegar þessi staða kom upp,“ segir hún og tekur fram að hún ætli sér ekki að sækjast eftir kjöri í apríl. „Ég hugsa að ég fari úr félaginu ef það finnst ekki lausn í málinu.“

- Auglýsing -

Segir deilur ekki snúast um meðferð fjármuna
Sigurður Hólm Gunnarsson, fyrrverandi formaður Siðmenntar, staðfesti í samtali við Mannlíf að deilur væru innan félagsins en vildi ekki tjá sig um einstök atriði. „Ég vil síður tjá mig um þetta. Þetta hefur verið rætt heilmikið inni á spjallborði Siðmenntar þar sem hafa verið skrifaðar ítarlegar skýrslur um þetta mál. Mér finnst réttast að málið fái að þróast þar áður en fólk fer að gaspra um þetta í fjölmiðlum,“ segir hann en leggur áherslu á að deilurnar snúist að engu leyti um launagreiðslur eða ráðstöfun fjármuna og ítrekar að ekki væri greitt fyrir setu í stjórn félagsins.

„Þetta hefur verið rætt heilmikið inni á spjallborði Siðmenntar þar sem hafa verið skrifaðar ítarlegar skýrslur um þetta mál. Mér finnst réttast að málið fái að þróast þar áður en fólk fer að gaspra um þetta í fjölmiðlum.“

„Það eru alls kyns störf innan Siðmenntar sem er greitt fyrir eins og t.d. ýmislegt tengdu borgaralegum fermingum, framkvæmdastjórn og tölvumálum. Það eru bara sérverktakagreiðslur sem fólk fær fyrir unnin störf óháð því hvort það er í stjórn eða ekki,“ útskýrir Sigurður en staðfestir að hann fái sjálfur greitt fyrir ákveðna tíma á mánuði fyrir að sjá um vef- og tölvumál Siðmenntar.

Þá aftekur Sigurður fyrir það að hann íhugi að bjóða sig fram til formanns á aukalegum aðalfundi í apríl. „Nei ég hef aldrei sóst eftir því að vera formaður, ég lenti bara í því í fyrra þegar fyrri formaður hætti.“

- Auglýsing -

Í kjölfar ofangreindrar fréttar hefur Sigurður Hólm Gunnarsson, fyrrum formaður Siðmenntar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegan um málefni félagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -