Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Harkaleg handtaka í Ármúla – Óður ökumaður réðst að lögreglunni MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laust fyrir klukkan ellefu í morgun var harkaleg handtaka í Ármúlanum í Reykjavík. Dökkleit Honda sást nauðhemla eftir að bifreiðinni var veitt eftirför af lögreglu sem átti erindi við ökumanninn.

Eftir að bifreiðin var stöðvuð steig ökumaðurinn út og æddi í átt að lögreglumönnunum tveimur. Annar lögreglumaðurinn miðaði piparúða að óðum ökumanninum. Í framhaldinu var hann yfirbugaður á vettvangi og honum skellt niður í götuna. Ökumaðurinn öskraði og var hinn versti.  Óhljóðin vöktu mikla athygli og bárust um allt nágrennið.

Hér að neðan má sjá myndskeið af atvikinu. Það sýnir ökumanninn yfirbugaðan í jörðinni og hann í framhaldinu leiddan inn í lögreglubifreiðina.

Við eftirgrennslan Mannlífs kom í ljós að eigandi Hondu-bifreiðarinnar er síbrotamaður sem á að baki sér afbrotasögu sem nær allt aftur til ársins 2004.

Ökumaðurinn yfirbugaður á meðan lögreglumennirnir miða á hann piparúða. Mynd / aðsend

Uppfært: Ábending barst Mannlífi um að lögreglan miði á manninn piparúða en ekki rafvopni eins og áður kom fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -