Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Harmleikur á Húsavík – Fyrirfór sér eftir ásakanir um kynferðisbrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

27 ára gamall knattspyrnumaður frá Litháen, Dziugas Petrauskas, svipti sig lífi í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Mannlífs var ástæðan sú að hann hafði verið ásakaður um kynferðisbrot.

Petrauskas kom til Húsavíkur að vinna í vor í Kísilverksmiðju PCC á Bakka. Heimildir Mannlífs herma að hann hafi verið borið sökum um þetta brot og það tilkynnt til lögreglu. Petrauskas var í framhaldinu yfirheyrður af lögreglu. Eftir það greip hann til þess örþrifaráðs að fyrirfara sér.

Aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst síðastliðinn fannst Petrauskas látinn í grennd við Húsavík. DV greindi frá sjálfsvígi þessa unga knattspyrnumanns og vísaði til fjölmiðla í heimalandi Petrauskas.

Petrauskas var öflugur knattspyrnumaður sem spilaði aðallega sem hægri bakvörður. Hann átti leiki með U-18 og U-19 ára landsliðum Litháen. Þá spilaði hann í efstu deild Litháen fyrir liðið knattspyrnuliðið FC Ekranas allt þar til liðið varð gjaldþrota árið 2014 og var lagt niður. Liðið var síðan endurreist úr brunarústunum í fyrra og er Petrauskak minnst með hlýju á Facebook-síðu félagsins þar sem hrundið er af söfnun fyrir eftirlifandi systur hans.

Í síðustu viku fór fram kyrrðar- og minningarstund um Petrauskas, í Húsavíkurkirkju. Prestur flutti þá ritningarorð og leiddi bæn og viðstaddir tendruðu minningarljós.

 

- Auglýsing -

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.

Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Númerið er opið allan sólarhringinn.
Þá er einnig hægt að ná netspjalli við hjúkrunarfræðinga í gegnum vefinn heilsuvera.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -