- Auglýsing -
Harmleikur átti sér stað í Hafnarfirði í nótt þegar eldur braust út í fjölbýlishúsi í bænum og íbúi lét lífið. Slökkviliði barst tilkynning um eld í íbúð hússins, skömmu fyrir klukkan 2 í nótt. Reykkafarar fundu hina látnu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Konan sem lést var á sjötugsaldri. Hún bjó ein í íbúðinni.
Aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu fengu, að sögn Morgunblaðsins, aðstoð frá Rauða krossinum við gistingu og áfallahjálp.