Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Harmleikurinn á Amtmannsstíg – Hundurinn Úffi bjargaði Margréti frá eldsvoðanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Víkingsdóttir þakkar hundinum sínum að hafa sloppið heil frá eldsvoðanum á Amtmannsstíg 6 í gær þar sem nágranni hennar lét lífið.

Margrét lýsti því í samtali við Vísi að hundurinn Úlfgrímur Lokason vakti hann óvenjusnemma þennan örlagamorgunn og gaf sig ekki fyrr en hún reis úr rekkju. Hann er vanur að vekja hana um klukkan 10 en að þessu sinni var hann tveimur tímum fyrr á ferð.

„Ég hef svona frekar seinar lappir á morgnana og sein að sofa og hann er yfirleitt að klóra aðeins í mig svona um tíuleytið, þá vill hann fara fram á svalir,“ segr Margrét við Vísi.

Margrét Víkingsdóttir.

Hún hafi því í fyrstu ekki kunnað að meta það þegar átta ára gamli Schäfer-hundurinn, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, reyndi að draga hana fram úr rúminu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun.

Margrét reis úr rekkju og ætlaði að fara með hundinn fram á svalir. Þá fann hún óeðlilega lykt.

„Fyrst fannst mér eins og það væri einhver að grilla úti og svo liggur eftir gólfinu, ekki einu sinni þykkur reykur, bara ein og ein slikja,“ segir hún við Vísi.

- Auglýsing -

Þegar það rann upp fyrir henni að húsið væri að brenna reyndi hún að vekja nágranna sinn á neðri hæðinni.

Frá vettvangi harmleiksins á Lokastíg. Mynd: Margrét Víkingsdóttir.

Hún sparkaði í hurðina hjá nágrannanum og hrópaði í von um að vekja hann en fékk engin viðbrögð. Nágranninn var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Í miðjum harmleiknum er Margréti létt. Hún lýsir líðan sinni á Facebook.

- Auglýsing -

„Ég slapp út. Úffi vakti mig. Íbúðin mín er ekki skemmd, nema gólfin neðanfrá,“ skrifar hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -