Miðvikudagur 1. janúar, 2025
-13.2 C
Reykjavik

Hárprúður Hrafn klipptur í fjörunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Árneshreppi, nyrstu byggð á Ströndum, er fátt um þjónustu þar sem hár er annars vegar. Yfir 100 kílómetrar eru í næsta hárskera. Hrafn Jökulsson hugsjónamaður hefur undanfarnar vikur unnið að hreinsun á fjörum Kolgrafarvíkur ásamt her sjálfboðaliða. Hann hefur varla litið upp frá þeim verkum sínum og alls ekki gefið sér tíma til þess að fara í klippingu. Hefur skegg hans og hár því vaxið óhamið og jafnvel byrgt honum sýn og heyrn.

Um liðna helgi bar svo við að bartskeri birtist í sveitinni. Andri Týr Kristleifsson frá rakarastofunni Herramenn hafði spurnir af ástandi Hrafns og brá skjótt við. Stillt var upp í fjörunni og Hrafn síðan klipptur og snyrtur við sjávarmál svo stórmunur er frá því sem áður var. Hermt er að hann sé nú æði upplitsdjarfur og hreinsun fjörunnar gengur betur en nokkru sinni fyrr.

Hrafn Jökulssion hefur lengi haldið tryggð við Árneshrepp þar sem hann dvaldi nokkur sumur sem barn og unglingur. Hann hyggur nú á vetursetu og hefur átt í viðkvæmum samningaviðræðum við hreppsnefnd Árneshrepps um að fá íbúðarhúsnæði í vetur hvar hann hyggst dvelja við skriftir. Bók hans um Árneshrepp, Þar sem vegurinn endar, seldist vel á sínum tíma og er nú talin sígild. Næsta bók Hrafns er að sögn með sama sögusvið.

Mynd / Sigurður Ólafur Sigurðsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -