Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Harvey Weinstein dæmdur í tuttugu og þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var í dag dæmdur til 23 ára fangelsisvistar fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni sem hann var fundinn sekur um í réttarhöldum í New York í síðasta mánuði. Weinstein mætti í dómsuppkvaðninguna í hjólastól.

Lögfræðingar Weinsteins höfðu biðlað til dómaranna um vægasta mögulega dóm, fimm ár, þar sem fimm ár gætu vel jafngilt ævilöngu fangelsi fyrir Weinstein sem er 67 ára gamall og heilsuveill. Saksóknarar í málinu héldu því hins vegar fram að það bæri að dæma hann til lengstu leyfilegrar fangavistar þar sem hann ætti að baki lífstíðarlangan feril sem kvennaníðingur og hefði ekki sýnt neina iðrun. Fjallað er um málið á BBC. 

Tuttugu og þrjú ár er hámarks fangelsisdómur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum og því ljóst að dómarar tóku mark á málflutningi saksóknara.

Þrátt fyrir að ótal konur hafi stigið fram síðan 2017 og ásakað Weinstein um nauðganir og kynferðislega áreitni snýr sakfellingin einungis að tveimur af þeim málum; grófa kynferðislega áreitni gagnvart aðstoðarkonunni Miriam Haley árið 2006  og nauðgun á leikkonunni Jessicu Mann árið 2013.

Weinstein tók til máls í fyrsta sinn í réttarsalnum eftir að dómurinn var kveðinn upp sagðist iðrast gerða sinna djúpt en tók jafnframt fram að hann væri „algjörlega ringlaður“ yfir því sem hefði gerst og þóttu ummæli hans benda til að hann væri að gagnrýna #metoo hreyfinguna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -