Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Háski og björgun við Meyjará: „Miklu meira fyrir hetjuskap og krafta bróður míns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það farið að bera á ofkælingu og fólk auðvitað orðið mjög þreytt. Það var þeim líka til happs að það voru snillingar í hópnum sem gátu tendrað eld,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, ,forseti Alþingis, um háska sem gönguhópur hans lenti í við Meyjará á Ströndum. Fólk lenti í miklum  háska þegar gerði úrhellisrigningu. 

Hann segir að hópurinn hafi vanmetið aðstæður og ekki verið nógu kunnugur því hversu vatnið kemur hratt niður fjöll á Ströndum.

„Við fengum svo sem engar sérstakar viðvaranir um það þannig að við lögðum af stað úr Reykjarfirði í suddaveðri. Eftir því sem leið á daginn var ljóst að vatnavextirnir voru meiri og meiri. Það gekk allt vel þangað til við áttum um þrjá kílómetra eftir að Dröngum en þá komum við að á, Meyjará, sem er venjulega hægt að vaða yfir á gúmmístígvélum en var orðin að skaðræðisfljóti. Það var alveg ljóst að hópurinn var strandaður. Það var komið fram á kvöld, fólk var orðið þreytt af langri göngu og vosbúð og augljóst að menn voru ekki vel staddir til þess að stranda þar ef enginn vissi um okkur“.

Ekkert fjarskiptasamband var á svæðinu og ekki hægt að leita hjálpar. Úr varð að Steingrímur og Ragnar, bróðir hans, fundu að stað til að vaða ána alveg upp undir flúðum. Þeir brutust yfir ánna til að ná í hjálp að Dröngum og komast í símasamband. Steingrímur gerir ekki mikið úr sínum hlut en segir bróður sinn hafa sýnt hetjuskap.

„Þetta gekk bara ágætlega og það er miklu meira fyrir hetjuskap og krafta bróður míns en mín vegna þess að hann er mjög harðskeyttur og öflugur maður og góður að hafa með sér á ferðalögum. Við óðum bara eins og við höfum oft gert áður þegar við höfum vaðið stórvötn og þá ríghöldum við í hvorn annan og þá eru fjórir fætur en ekki tveir undir byrðinni. Við komumst klakklaust yfir ána og drifum okkur að Dröngum og hittum þar gott fólk sem aðstoðaði okkur við að komast í samband við Neyðarlínuna og björgunaraðila. Svo tók það reyndar ónotalega langan tíma en að lokum kom bátur frá Norðurfirði og sótti hópinn og ferjaði hann yfir að Dröngum. Það mátti ekki seinna vera í sjálfu sér því  en það var einhver með gashitara sem þau gátu notað til að kveikja í plasti og síðan rekavið og þannig gátu þau hlýjað sér, enda ilmaði hópurinn af reykjarlykt þegar hann kom.“

- Auglýsing -

Sjá Mannlífsviðtal Svövu Jónsdóttur við Steingrím í heild sinni hér. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -