Eftir að 3000 atkvæði hafa verið talin í Norðausturkjördæmi hafa verið talin urðu óvænt tíðindi. Katrín Jakobsdóttir fékk aðeins 800 atkvæði en Halla Tómasdóttir rúmlega þúsund atkvæði eða 35 prósent atkvæða.
Svipuð niðurstaða er eftir fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi þar sem Halla Tómasdóttir leiðir örugglega. Katrín Jakobsdóttir er með aðeins 19 prósent og Halla Hrund Tómasdóttir með einungis 16 prósent. Halla Tómasdóttir er þannig með 37 prósenta fylgi á landsvísu. Þetta gengur þvert á allar spár.
Nóttin er ung og öldungis óvist að svona verði niðurstaðan. Líklegt er þó að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands.