Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Hatari segir dýrt að tæta auðvaldið í sundur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er auðvitað dýrt að tæta auðvaldið í sundur,“ segir Matthías Tryggvo Haraldsson, meðlimur Hatara, við Guardian.

Breska blaðið fjallar um þátttöku Íslands í Eurovision og pólitískan boðskap Hatara. Þá bendir blaðið á að þrátt fyrir andstöðu gegn auðvaldið sé fyrirtækið rekið sem hlutafélag í hagnaðarskini. Þá selji þeir ýmsan varning þar á meðal boli og SodaDream vatn.

Guardian segir framkoma Hatara innblásna af fasísku minni. Meðlimir bandsins séu hins vegar afar jákvæðir og glaðir. Atiðið sé gagnrýni á ris þjóðernispopulisma. Þeir hafi gagnrýndi að keppnin sé haldin í Ísrael. Ímynd keppninnar sé byggð á hvítþvætti og áróðri. Þó hafi þeir ákveðið að taka þátt og í samtali við blaðamann hafi þeir lýst aðdáun á keppninni og boðskap ástar, samkenndar og fjölbreytileika.

Miðilinn segir Hatara umdeildasta atriði keppninnar. Þeir séu pólitískir í keppni sem leggi mikla áherslu á að vera ópólitísk. Svo langt hafi verið gengið af hálfu skipuleggjenda Eurovision í að útvista stjórnmálum að reglur keppninnar ritskoði framlög keppenda.

Hatari stíga á svið í Tel Aviv í kvöld. Þeir eru númer þrettán á svið, eftir Ástralíu og á undan Eistlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -