Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hátt í sex þúsund kröfur í þrotabú WOW air

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landvernd gerir um fimmtán milljóna króna kröfu í þrotabú WOW air vegna samnings milli félaganna. Samið var um að Landvernd fengi frjáls framlög þegar farþegar skildu eftir afgang af gjaldeyri sínum í flugi. Þá telur Landvernd að styrkir hafi ekki skilað sér til félagsins í samræmi við samninginn. RÚV greinir frá.

Í kröfuskrá þrotabúsins má sjá upphæðir allt frá nokkur þúsund krónum og upp í nokkra milljarða. Fjöldi krafa eru hátt í sex þúsund og nemur heildarupphæð þeirra ríflega 138 milljarða króna. Af þeim eru um fimm milljarðar í forgangskröfum. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, gerir kröfu upp á samtals 3,8 milljarða króna. Þar af er 22 milljóna króna forgangskrafa. Kröfurnar eru ýmist í hans nafni eða fyrir félög í hans eigu.

Þrotabúið er krafið um 470 milljónir króna vegna vangoldinnar húsaleigu WOW air. Einnig eru kröfur vegna auglýsingasamninga. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, krefur búið um 19 milljónir. Bláa lónið gerir kröfu upp á 730 þúsund krónur, Íslenska Gámafélagið gerir kröfu upp á milljón og Akraneskaupstaður gerir kröfu upp á milljón. Þá gerir Sundfélag Hafnarfjarðar kröfu upp á 1,7 milljónir króna.

Reykjavík Economics krefur WOW um 1,9 milljónir króna vegna vangoldins reiknings. Í vor vann félagið skýrslu fyrir flugfélagið um áhrif falls flugfélagsins á íslenska hagkerfið. Reikningur félagsins var ekki greiddur áður en flugfélagið fór í þrot og því var kröfu lýst í búið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -