Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson er hættur í starfi sínu á RÚV eftir um það bil áratugs veru þar.
Haukur var ráðinn sem sérfræðingur í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu og verður án efa mikill missir af honum á íþróttadeild RÚV, enda Haukur fréttamaður með faglega framkomu og traust yfirbragð.
Í auglýsingu frá Samkeppniseftirlitnu kom fram að „stofnunin leitaði að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í nýtt starf og að viðkomandi verði hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins“.
Mun nýja starf Hauks fela í sér yfirsýn – ábyrgð og umsjón með kynningar- og vefmálum og að fylgja eftir innleiðingu stafrænna lausna og þróunarverkefna.