Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Haukur Örn opnar sig um erfiða lífsreynslu: „Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haukur Örn Birgisson lögfræðingur og forseti Golfsambands Íslands skrifar um erfiða og persónulega reynslu sína í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

 

Haukur Örn og Guðríður kona hans áttu von á eineggja tvíburadrengjum, en í síðustu misstu þau drengina eftir fimm og hálfs mánaðar meðgöngu.

Pistill Hauks Arnars:

Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. Þegar ég hélt að við værum komin fyrir vind þá hætti lífið í maganum. Fyrirvaralaust var fótunum kippt undan. Það var sárt að horfa á þá, liggjandi í vöggu sinni, og hugsa til alls þess sem við þremenningarnir fórum á mis við.

Ég hefði viljað fá að kynnast þeim.

Ég hefði viljað fá að sjá þá koma í heiminn undir öðrum kringumstæðum.

- Auglýsing -

Ég hefði viljað fá að heyra þá gráta í fyrsta sinn.

Ég hefði viljað fá að fara með þá heim af fæðingardeildinni í stað þess að skilja þá þar eftir.

Ég hefði viljað fá að sjá þá taka sín fyrstu skref, segja sín fyrstu orð.

- Auglýsing -

Ég hefði viljað fá að kenna þeim að hjóla, hvetja þá áfram þegar þeir detta.

Ég hefði viljað fá að sjá þá fara í taugarnar á eldri systkinum sínum.

Ég hefði viljað fá að sjá þá að morgni fyrsta skóladags.

Ég hefði viljað fá að ruglast á þeim.

Ég hefði viljað fá að fara með þeim í golf.

Ég hefði viljað fá að sjá þá útskrifast úr skóla.

Ég hefði viljað fá að sjá þá fara á fyrstu stefnumótin.

Ég hefði viljað fá að vera svaramaður þeirra á brúðkaupsdaginn.

Ég hefði viljað fá að hitta börnin þeirra.

Ég hefði viljað fá að fara í taugarnar á þeim á mínum gamals aldri.

Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra.

 

Mannlíf vottar fjölskyldunni innilega samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -