Laust fyrir klukkan 5 í morgun var brotist inn í bílskúr. Húsráðendur gerðu lögreglu viðvart .Kom á daginn að hlaupahjæol var horfið úr bílskúrnum. Lögreglan greip í tómt, enda viðbúið að þjófurinn hafi náð hröðum flótta á hlaupahjólinu.
Maður var handtekinn fyrir að brjóta vopnalög. Hann reyndist vera undir áhrifum og hegðun hans þannig að nauðsynlegt var talið að læsa hann inni í fangaklefa. Hann sefur nú úr sér.
Maður handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Annar var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur en látinn laus að lokinni blóðsýnatöku
Ekið var á stúlku á reiðhjóli. Hún slapp vel og varð aðeins fyrir minniháttar meiðslum en flutt á slysadeild til frekari skoðunar. Seinheppinn ökumaður hafnaði á ljósastaur og reyndist hafa meiðst lítillega.
Þegar klukkan var að ganga þrjú í nótt varð fóli ekki svefnsamt vegna hávaða. Kallað var eftir lögreglu sem mætti á staðinn mep búkmyndavélar sínar og veitti partýljóninu tiltal. Húsráðandi iðraðist og lofaði að lækka í hljómflutningstækjum sínum.