Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Hávær umræða um sykurskatt: „Sykurskattur er forræðishyggja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um umdeildan sykurskatt.

 

Í síðustu viku kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra áætlun sem Embætti landlæknis hefur unnið að um aðgerðir til að draga úr neyslu sykurs.

Svandís vill beita skattlagningu til að draga úr sykurneyslu landsmanna og skrifaði um það grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. júní. „Það er mín skoðun að skattlagning ætti að vera ein af forgangsaðgerðum stjórnvalda til að fyrirbyggja langvinna sjúkdóma,“ skrifaði Svandís.

Tillaga Svandísar hefur vakið misjöfn viðbrögð og mikil umræða um sykurskattinn hefur skapast á Twitter. Allir virðast hafa skoðun á málinu.

„Sykur er ávanabindandi eins og fíkniefni og getur haft allskyns hræðileg áhrif. Að segja að sykurskattur sé fitufóbía er ekki satt,“ skrifar einn notandi Twitter. „Sykurskattur er forræðishyggja og ekkert annað. Veitið fólki hærri lýðheilsustyrki, finnið leiðir til að hvetja fólk til hreyfingar og heilsueflandi lífstíls með því að lækka verð á gæðamiklum, hollum mat,“ skrifar annar.

- Auglýsing -

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -