Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hefði átt að nota „fokk“ minna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bragi Valdimar Skúlason hefur samið mest af textum Baggalúts í gegnum árin og rifið kjaft um nánast alla skapaða hluti, hefur hann aldrei orðið fyrir aðkasti utan úr bæ fyrir kjafthátt?

 

Bragi: „Nei, það hefur verið óttalega lítið. Ég efast ekki um að margir hafa oft verið mjög pirraðir á mér, en þeir hafa haldið því fyrir sig. Mesta furða hvað fólk umber mig, enn sem komið er.“

Dætur Braga eru á aldrinum sex til fjórtán ára, skammast þær sín fyrir kveðskap föður síns?

„Það er stundum erfitt þegar við erum að syngja suma textana,“ viðurkennir hann. „Svona eftir á að hyggja hefði ég til dæmis getað notað orðið „fokk“ aðeins minna.“

Karl: „Ég held það sé óhjákvæmilegt að maður fer að vanda orðavalið þegar það eru börn í spilinu. Ég man til dæmis að þegar Gamlárspartí, sem við Gummi syngjum, kom út fann hann fyrir því á heimili sínu að börnunum fannst ekkert þægilegt að hlusta á suma frasana í textanum. Þá fórum við í fyrsta skipti að velta því fyrir okkur að vanda orðavalið aðeins meira. Það er hægt að segja hlutina á mismunandi vegu.“

Dætur Karls eru fimm og hálfs árs og eins árs þannig að þær eru kannski ekki farnar að velta textum Baggalúts mikið fyrir sér, eða hvað?

- Auglýsing -

„Það er alveg mesta furða hvað sú eldri er mikið að pæla í orðum og því sem hún heyrir,“ segir Karl. „Það er alveg svakalegt. Ég kvíði svolítið fyrir þegar hún byrjar að hlusta á gamla stöffið með Baggalút“

Á það kannski þátt í því hvað þið eruð orðnir minna beittir upp á síðkastið?

Bragi: „Nei, ég held ekki. Maður er alltaf að láta eitthvað frá sér fara núna í seinni tíð og það virðist stuða alltaf færri og færri. Ég held það borgi sig ekki að vera eitthvað að reyna að móðga fólk ekki. Ég er alla vega ekkert í því.“

- Auglýsing -

Tómleikatilfinning eftir vertíðina

Svo lýkur tónleikavertíðinni og jólin koma, hvað finnst þeim félögum best við jólin? Eru þeir ekki algjörlega búnir „áðí“ þegar þau loksins koma?

Karl: „Jú, maður er svolítið búinn. Maður klárar síðustu orkudropana á lokametrum tónleikahaldsins. En maður heldur sér gangandi með því að hugsa hvað það verði geggjað þegar þessu lýkur og maður getur farið að slaka á og njóta jólanna. En þegar að því kemur er maður hálftómur og veit eiginlega ekkert hvað maður á af sér að gera, fullur af tómleikatilfinningu. Eins krefjandi og þetta er þá er það líka gefandi og það er líka svolítið erfitt þegar þetta er búið. Maður gírar sig smám saman niður og nýtur bara jólanna. Stundum er gott að skreppa eitthvert, út á land eða til útlanda, og halda jól annars staðar til að brjóta þetta upp. Við höfum stundum gert það.“

Bragi: „Bara að slaka á, held ég. Við erum mikil jólafjölskylda og leggjum mikið upp úr því að hafa það notalegt. Spilum mikið og njótum þess að vera saman. Um það eru jólin.“

Lestu meira í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -