Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hefja ferðir frá Danmörku 28. júní – „Fengum frábær viðbrögð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðaskrifstofan Aventura hefur í samstarfi við Primotours í Danmörku skipulagt ferðir til Íslands  og munu ferðir frá Danmörku hefjast þann 28. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aventura. Þar segir að ferðaskrifstofan tryggi með þessu samstarfi við Primotours 2.000 dani til Íslands.

Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Aventura segir samstarfsaðila innan ferðaþjónustunnar vera afar spennta fyrir verkefninu.

„Ísland var einfaldlega orðið of dýrt.“

„Við unnum alla helgina með samstarfsaðilum okkar hér innanlands, rútufyrirtækjum og hótelum, Centerhotels og fleirum og fengum frábær viðbrögð hjá öllum við að koma þessu af stað. Það þarf einfaldlega að byrja upp á nýtt. Þetta eru góð skref til að sýna að Ísland er öruggur áfangastaður,“ segir Andri Már. Hann bætir við að þetta sé tækifærið til að bjóða upp á samkeppnishæf verð fyrir ferðamenn. „Ísland var einfaldlega orðið of dýrt.“

Mikilvægt að skimun taki skamman tíma og sé ókeypis

Í tilkynningunni sem Aventura sendi út í dag segir m.a.: „Primotours mun bjóða ferðir með dvöl í Reykjavík sem og ferðir í kringum landið og kynnisferðir til vinsælustu ferðamannastaða landsins. Ef vel tekst upp í sumar, er von um að halda ferðum áfram fram á haustið,“ segir í tilkynningunni.

Í henni segir einnig að þetts samstarf sé mikil lyftistöng fyrir ferðamennsku til Íslands.

- Auglýsing -

„Og skiptir þar gríðarlegu máli hvernig verður staðið að skimun í Keflavík við komuna til landsins. Til að gera landið sem eftirsóknarverðast sem áfangastað og að erlendir gestir sjái það sem öruggan en jafnframt aðgengilegan valkost, er höfuðatriði að skimun taki skamman tíma, og að hún sé ókeypis. Það mun tryggja það að ferðaþjónustufyrirtæki á erlendum mörkuðum muni byrja ferðir hingað fyrr en til annarra áfangastaða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -